Þorrablót Kerhraunara 2015 er lokið – Gríðarleg stemming

Það þarf enginn að spyrja að því hvort gaman hafi verið á þorrablótinu því öll blótin hafa verið vel heppnuð, af mörgum góðum var þetta blót í „TOP 10“. Að vanda sveik veðrið okkur ekki og var það guðdómlegt þegar fólk opnaði augun laugardaginn 28. febrúar 2015 eða réttara á Góunni.

Eftirfarandi myndir sýna hversu fallegur dagurinn var.

102

103

104

105

Nú eruð þið örugglega farin að hugsa hvort ekkert eigi að koma frá þorrablótinu sjálfu, fyrst verður fréttaritarinn að koma því á framfæri að aðeins birtingarhæfar myndir verða aðgengilegar almenningi og vill benda á að allar myndir má finna á „Innraneti“ undir „Árið 2015“, það verður að segjast eins og er á stundum er gott að ekki er hljóð sem fylgir…))))

Í ár voru það Kristín og Ásgeir sem buðu fram húsið sitt fyrir þorrablótið og erum við þeim innilega þakklát fyrir þeirra framlag og nú þegar stækun hússins er lokið verður að segja að hún hafi tekist 100% og geta þau sko verið stolt af húsinu. Sóley brást ekki enda annáluð þorrablótskona og hristi matinn fram úr erminni eins og ekkert væri og færum við henni þakkir fyrir dugnaðinn nú sem endranær, maturinn bæði mjög góður og vel útilátinn.

Gestir fóru að streyma um klukkan 19:00 og allir voru þeir skreyttir í bak og fyrir enda þema kvöldsins „hattaþema“, útgáfur voru eins margar og fólkið var og mátti greina hershöfðingja, hermann, Ozzy, blómarós, Húsavík, Framsóknarþúfu, Eden aldingarðinn  og margar fleiri útgáfur.

Hér koma nokkur sýnishorn af hugmyndaflugi Kerhraunara:

 

115

 Gestgjafar kvöldsins

118

Hershöfðinginn og hermaðurinn

125

Framsóknarþúfan og Tírólatöffarinn

161

Húsavíkurbær var meira að segja raftengdur

Síðast en ekki síst kom „Ozzy“ sjálfur  með sitt fallega hár og var furðulega með á nótunum miðað við fyrra líferni…)) enda með sína frú sér við hlið sem stuðning..))

120

Gestgjafinn Ásgeir bauð gesti innilega velkomna og bauð upp á fordrykk „Bleiku moskítófluguna“ og rann drykkurinn ljúft niður meðan frúin lagði lokahönd á fráganginn (Ásgeir var samt búinn að vera allan daginn að koma öllu fyrir) en auðvitað þarf lokaáferðin í lokin að vera í höndum konunnar,….))).

114

Það ber að nefna að Alli hafði sko lagt mikla vinnu í að búa til diskamottur í tilefni kvöldins og takk elsku Alli minn þær voru æði eins og sjá má.

IMG_0123

Ásgeir bað Guðrúnu að vera veislustjóra en það kom í ljós síðar að hún réð ekki neitt við neitt og hafði einhver orð á því að hún hlyti að hafa heimsótt Guðna Ágústsson til að fá þessa brandara sem hún las upp. Úps.

Nú var komið að því að bjóða fólki að gjöra svo vel og ekki verður annað hægt að segja að maturinn hafi runnið ljúft niður enda afbragðs góður.

Meðan að fólk gæddi sér á matnum sagði Guðrún nokkra blásaklausa brandara eins og búið er að reyna að koma að hér fyrr í greininni og fyrir þá sem eiga eftir að þurfa að segja brandara á kvöldskemmtun þá er besti tíminn þegar fólk er að borða því þá eru allir að pæla í matnum en ekki bröndurunum..))) og yndislegt að ylja sér við arineldinn á kvöldi sem þessu.

128

Það var ekki nóg með að fólk væri pakksatt heldur var bætt á með kaffi og góðum drykkjum aðallega til að væta kverkarnar fyrir sönginn sem í vændum var.

Sem þakklætisvott fyrir lánið á villunni þá færðu Kerhraunarar Geira og Stínu fallega glerskál og vonandi geta þau notað hana í framtíðinni.

144

Nú var komið að hinni árlegu spurningakeppni og voru það fjögur lið sem spreyttu sig á því að skrifa niður svör á blað en allar spurningar fjölluðu eins og vanalega eitthvað um félgið, félagsmenn, staðhætti eða réttara sagt almenna þekking á sínu nánasta umhverfi.

Það ríkir alltaf mikill keppnisandi meðal keppenda, þó mátti greina örlítillar óþolimæði þegar fólk stóð á gati, það voru líka nokkrir sem voru algjörlega glærir í gegn og tuðuðu öll ósköp yfir að spurt væri um grunn- og leikskólinn í GOGG….))))

Auðvitað er það alltaf einhver sem vinnur og í ár var það lið númer 4 sem bar sigur úr bítum og hlógu heilmikið eins og sjá má þegar Guðrún tilkynnti þeim að verðlaunin væru víbrandi egg.

145

Það var þó fljótt að breytast á þeim svipurinn þegar þeim var tilkynnt að þetta væru skrautegg frá Reyni í Betra bak. og Guðrún ákvað að hún fengi líka verðlaun  fyrir að búa til spurningarnar, enda fær hún aldrei verðlaun og verður því að redda sér sjálf

146

Nú var komið að hátindi kvöldins þegar ?????? stigu á svið, þeim bara bar ekki saman hvað þeir kölluðu sig svo það fylgir því miður ekki með hér, það skiptir litlu máli því þeir komu sko vel undirbúnir með þessar þá flottu söngbækur sem því miður er ekki til mynd af í augnablikinu og rifu upp spil og söng af miklum krafti.

173

Ef einhver heldur að við höfum ekki tekið undir þá fylgir hér með smá sýnishorn af því hversu vel við syngjum.

Auðvitað kemur alltaf að því að spilararnir þurfa að væta kverkarnar og því var það að þegar Fanný ákvað að halda „Minni karla“ að þeir tóku sér hlé frá spilamennskunni. Eitthvað misskildi Lúlli þetta og taldi víst að hún væri að fara að tala um hann, eins og sannri framsóknarkonu þber þá lét hún ekki slá sig út af laginu og þrumaði yfir körlunum okkar og hældi þeim í bak og fyrir og undir sem ofan, enda eiga þeir það skilið þessar elskur.

179

Auðvitað var haldið áfram að spila, synjga og skemmta sér fram yfir miðnætti en þá fór fólk til sín heima og hvað gerðist þar fær enginn að vita og það eru hvergi bleikar gardínur fyrir gluggum í Kerhrauninu sem hægt væri að kíkja i gegnum….))

Svona í stuttri samantekt þá tókst þessi kvöldstund með eindæmum vel og ber að þakka það samstilltum hópi sem nýtur þess að hittast árlega, það má geta þess að Sigga í Rekstrarvörum var svo elskuleg að bjóða fram sitt hús að ári liðnu eða réttara sagt á þorranum og það er kominn fiðringur í marga konuna að komast aftur í fjörið.

Takk fyrir skemmtunina þið skemmtilega fólk.

160