Þakklæti, þakklæti og aftur þakklæti til Kerhraunara frá „Ömmu XL“ sem varð orðlaus kvöldið sem afmælisveislan var

Ég á ekki til nægilega falleg orð til að lýsa þakklæti mínu fyrir þann hlýhug sem þið Kerhraunarar sýnduð mér með því að gefa ykkur tíma til að koma í afmælið mitt, ekki síst að leggja á ykkur alla þessa vinnu við að skreyta bílinn með „Ömmu myndar“ í öllu sínu veldi sem er víst XL í dag….))) en ekki LX, þessar þá frábæru gjafir sem á pallinum leyndust og kóróna svo meistarverkið með frábærri skrúðgöngu sem seint verður toppuð.

Þessi gjörningur sýndi það og sannaði að það er góður hópur sem í Kerhrauni býr. Takk innilega fyrir allt