Sveitafílingur og aðalfundur

Þó langt sé í vorið þá er ekki svo ýkja langt í aðalfund okkar Kerhraunara, endilega skráið hjá ykkur að miðvikudaginn 25. mars nk þá eigið þið að mæta á aðalfundinn í Skátaheimilinu Garðabæ og hefst fundurinn kl. 20:00 stundvíslega. Nánari upplýsingar síðar.

Til að lífga upp á minnið hvað Kerhraunið er yndilega fallegt á öllum tímum ársins þá er meðfylgjandi mynd tekin 28. janúar 2015 af Steinunni og Halli þegar þó fóru í rómatíska ferð í Kerhraunið.

steinunn

Þessi yndislega mynd af fallegum degi í Kerhrauni verður að fylgja með til að lífga upp á sálartetrið.

Capturekerhauni