16. janúarfílingur – ófærð, festingar, mokstur og Selfossferð

Það má greinilega sjá spenninginn sem liggur í loftinu hjá þeim Sóley og Gunna, búin að vera innilokuð í nokkra daga, orðið alveg mjólkurlaust, þau vita að von er á Guðmundi að moka og því eins gott að hafa allt til reiðu fyrir Selfossferðina…))))

sóley

Fallegt er veðrið föstudaginn 16. janúar kl. 11:39:00, eins og sjá má á myndinni er þungfært en það mun breytast.

16

Það skemmtilega við svona daga er að þrátt fyrir að ekki sé búið að moka þá er alltaf hægt að koma sér í smá spenning, Georg búinn að festa sig og brasa smá, þá kemur Halldór og byrjar að brasa með honum. Loft úr dekkjum, reynt að losna, smá áfram, inn á næstu lóð og svona gengur þetta þar til blásarinn rennir framhjá og þá er gamanið búið, eða þannig…)))

Sóley1

Eftir ævintýrið er kominn tími til að Halldór skelli sér heim til að fara að vinna, duglegi strákurinn að vestan, alltaf að enda skotagengur þetta hjá honum.

Sóley2

Hér má sjá hjónakornin S&G renna úr hlaði alveg ofsalega kát með langan innkaupalista á leið í bæjarferð, vonandi verða þau komin áður en vegurinn lokast aftur….))

Sóley3

Smá fréttir sérstaklega fyrir Ella og Siggu. Á myndinni má greina Guðmund blása snjónum við húsið þeirra sem þýðir að þau geta farið að leggja af stað austur ef þau ætla sér á annað borð að fara.

sóley4

Þennan þekkja nú allir, Henning og frú renna í hlið til að eyða helginni í sælunni.

Sóley5

Nú skal af allri óþekkt látið, verið ekki reið við Administrationinn…))

Svona ein í lokin til gamans, nú er klukkan að ganga fimm og S&G eru enn á Selfossi og hafa örugglega farið í fleiri búðir en Krónuna/Bónus, sagði þetta..)))

sóley6