Sumir láta sig dreyma – Örugglega um stærri Kerbúð

Nú hefur Kerbúðin verið opin í nokkrar vikur og virðist falla vel í kramið hjá Kerhraunurum svo ekki sé nú minnst á þá sem koma á svæðið í heimsókn, þeir hafa það á orði að þetta sé stórkostlegt framtak sem það er.

Nýjustu fréttir eru þær að það sé komin samkeppni um hillupláss og nú sé hægt að kaupa fatnað í Kerbúðinni, ég sel það ekki dýrara en ég keypti þrátt fyrir að vera gömul verslunarkona en eitt veit ég og það er dagsatt að einn keppnisaðilinn var svo stressuð yfir samkeppninni að hún keyrði á aðra hurð Kerbúðarinnar en er svo heppin að eiga góðan mann sem lagaði hurðina eins og skot.

„Mamma TERTA“ gerir ekki annað þessa dagana en að láta sig dreyma um stækkun verslunarinnar og útrásarsvipurinn á henni leynir sér þrátt fyrir hitann frá varðeldinum.