Stafafurur – fyrri haustgróðursetning 2020

Ófyriséð skullu á félaginu 50 furur sem Skógræktin kom með af því þeir gátu ekki afhent fururnar í vor og auðvitað var það gleðilegt en eins og verðrið var þá hraus mér hugur við að fara að gróðursetja, ekkert annað að gera en að hugsa í lausnum og því hringdi ég í Friðrik orkubombu og bar upp á bón hvort hann myndi vilja setja niður 15 furur með mér og eins og honum er einum lagið þá kvað við stórt JÁ og takk fyrir það kæri Friðrik.

Ákváðum við að fara daginn eftir um 11:00 en þegar ég leit út uppúr 9:00 var minn maður kominn og farinn að bera fururnar að holunum og ég sem hef umráð yfir Grænu þrumunni bjallaði strax og sagðist vera á leiðinni því þetta væri sko algjör orkueyðsla.

Þeyttist af stað og fórum við í það að keyra afganginn af trjánum að holunum, Friðrik fékk þá snjöllu hugmynd að kanna hvort Danius myndi vilja vera svo vænn að keyra fyrir okkur moldarpokana svo styttra yrði að ná í matinn fyrir fururnar. Ég hringdi í Danius og auðvitað var hann mættur á stundinni og stóð sig með prýði og létti okkur verkin

Gapuxi er heitið á mér

Fallegu 15 fururnar fóru niður og eiga eftir að prýða svæðið í framtíðinni – Takk innilega fyrir alla hjálpina Friðrik