Senn koma jólin – Ljósin tendruð 24.11.19

Það verður alltaf styttra og styttra á milli jóla…)), hvað veldur því veit fréttaritari ekki en dagurinn í dag var svo fallegur að hjónakornin Ómar og Guðný tóku sig til og settu seríurnar á fallega tréð okkar. Þegar ég frétti að þau ætluðu að drífa í þessu þá sendi ég skilaboð á formanninn og sagði að „Blómadrottningin og aurasálin okkar“…))) væru svo dugleg að þau hefðu drifið í þessu. Fanný fattaði ekki alveg strax brandarann minn en varð svo jafn glöð og ég með þetta framtak þeirra enda er Guðný ein af blómadrottningum okkar á G&T deginum og Ómar er með peningamálin fyrir okkur.

Það er alveg óhætt að fullyrða að þegar ljósin eru tendruð þá ylja þau manni, það er yndislega gott að dáðst að því og því segjum við öll í kór:

„Takk kæru hjón það er gott að eiga ykkur að.