Nóvemberfegurðina reynt að fanga, fáir vita að mig er farið að langa,

já langa að eignast góða myndavél því hver vill ekki geta náð góðri mynd þegar veðurguðirnir gera sitt allra allra besta til að sýna sínar góður hliðar og þeim hefur svo sannarlega tekist að láta Ísland líta út eins og ævintýraland síðustu daga þó allir viti að við erum sennilega að komast efst á blað með að vera við að fá stimpilinn „Skúrkar“.

Gleymum því og einbeitum okkar að því sem byrjað var á, sem sé veðrinu sem hefur verið svooooo fallegt, stillt og friðsælt að maður man ekki eftir öðru eins. Fréttaritari hefur stokkið upp við sólarupprás og beðið spennt eftir að sjá það sem úti er.

Eftir ekki ófáar smellingar þá datt mér í hug að setja þessar myndir í minningabankann okkar og byrjun á deginum í dag.

Pano mynd enda mikið að fanga á mynd – tekin í dag 28. nóvember

Þessi mynd er tekin í síðustu viku

S.l. sunnudag skruppum við í afmæli í Tungufell þar sem Tungufellskirkja er og þá varð þessi fegurð til staðar

Myndirnar tvær hér að neðan er teknar s.l. mánudagsmorgun og hér sést vel að frúin þarf að fá sér myndavél
og manni dettur í hug, „Þrútið var loft og þungur sjór“

Seinnipart þriðjudagsins 26. nóvember  tók ég þessar þrjár myndir hér að neðan – þvílík fegurð

27. nóvember verður ógleymanlegur

Minnir á eyðimörk