Senn kemur vorið og strax á eftir sumarið – Tilboð til félagsmanna á trjám og runnum

Því verður ekki neitað að veðrið spilar alltaf stóran hluta í lífi okkar, ýmist er að skella á hitabylgja eða jörð er frosin og þá segjum við „Þetta er nú einu sinni Ísland“.

Nú er enn einu sinni kominn tími til að huga að trjákaupum og í ár eru það líka runnar sem í boði eru bæði fyrir félagið og félagsmenn.

Tölvupóstur verður sendur fljótlega til ykkar kæru Kerhraunarar og hafið það í huga hversu margfeldið er mikið við það eitt að hver kaupi 5 plöntur þá verður það þannig að eftir nokkur ár þarf að leita að makanum í trjálundinum.

TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG FEGRUM KERHRAUNIÐ OKKAR.