Alltaf er jafn leiðinlegt að þurfa að setja svona tilkynningar á heimasíðuna en það þarf stundum að gera fleira en gott þykir. Nú kom upp mál sem þarf að taka á og hefur áður verið áréttað, það er að ruslagámurinn sem er á svæðinu er EINGÖNGU fyrir HEIMILISSORP. Allt annað þarf að fara með á gámasvæðið niður við Búrfellsveg.
Það má líka nefna að 3 x á ári má koma með rusl í Sorpu og það þarf ekki að greiða fyrir það, þess vegna er engin ástæða að henda í gáminn öðru en HEIMILISSORPI.
Á myndinni má sjá að einhver var búinn/búin að fá upp í kok af þessu teppi og lét það flakka. Nú er það komið úr gámnum og bíður þess að eigandinn fara með sig í Sorpu…))
Það má nefna að félagið getur fengið 100.000 kr. sekt fyrir að fara ekki eftir reglum um losun úrgangs, allir vonandi sammála um að eyða ekki peningum félagsins í svona vitleysu.