Rósa Sjöfn og Kristján gengu í það heilaga 26. júlí 2014

Það er nú ekki á hverjum degi sem brúðkaupsveisla er haldin í Kerhrauninu, en það gerðist sl. laugardag þegar Rósa Sjöfn dóttir Sóleyjar og Gunna gekk að eiga sinn heittelskaða hann Kristján.

Mikill undibúningur hefur verið í margar vikur m.a. að breyta brúðarkjólnum sem Sóley hafði verið í þegar hún giftist Gunna sína, stækka sólpallinn, skúra skrúbba og bóna, kaupa inn, velja dressið, skipuleggja bílastæðið og svona mætti lengi telja.

Hvað sem því líður þá var mikið um gleði þennan dag og óska Kerhraunarar ykkur Rósa Sjöfn og Kristján innilega til hamingju með brúðkaupsdaginn og nú hefst líf ykkar saman og að mörgu að hyggja.

rosasjofn

Ást hjóna á sér fyrirmynd í kærleika Guðs. Samband byggist á varanlegum grunni.

Þið þurfið að vera trú og jafnframt að hafa trú á ykkur sjálfum. Fátt er betra í sambandi okkar við annað fólk en sterk sjálfsmynd og hreinskilni. Hvað sem því líður styður tryggðin við hjónin enda er ótryggð eitt af því sem vegur hvað þyngst að hjónabandinu, því er nauðsynlegt að sýna hvort öðru sem mestan trúnað.

Það er kannski það besta sem þið getið lagt af mörkum sjálf til að hjónabandið blómstri og sambandið þroskist.

Tilbreyting og rómantík eru til mikilla bóta og ánægju en það hefur þó lítið gildi ef ekki ríkir fullur trúnaður.

Tryggð, trúnaður og trú vinna saman og veita hjónaástinni skjól og hlýju.

rosa