„Hjálparsveit Kerhrauns“ að störfum milli jóla og nýárs

Af færð er það að frétta að Guðmundur hreinsaði all svæðið 2. janúar og því flennifæri fyrir fólksbíla.

Guðfinnur fór í gær um kl. 18:00 og ætlaði að vera eldsnöggur en kom ekki heim fyrr en kl. 01:00 þar sem hann settist á kviðinn rétt þar sem gamla grindarhliðið var áður, ástæðan að bíllinn var svo þungur að hann pompaði niður í snjóinn, sat þar kolfastur og upphófst nú ævintýrið. Hringt var í Guðmund sem kom og hann dróg hann að Kúlusúk og aftur í burtu.

Tekið skal skýrt fram að hann var ekki á Yaris…))))
:

.
Þetta myndi vera hann Erik