Páskavikan er skollin á – páskaeggin fara að skella á

Nú þegar páskarnir nálgast ófluga þá eru það ekki bara frídagarnir sem við þráum heldur líka páksaeggin  sjálf og til að friða sálartetrið fyrir kaloríuárásinni sem við verðum fyrir þegar eggið er borðað þá þarf að finna útskýringar sem maður er sáttur við.
 
Það er alltaf verið að rannsaka þetta, hvað sé hollt og hvað ekki en neðangreind rannsókn segir að páskaegg og annað súkkulaði sé hollt svo fremi sem þess sé neytt í hófi. Nýjar rannsóknir sýna jafnvel að hóflegt súkkulaðiát lækkar blóðþýsting og dregur úr alvarlegum hjartaáföllum. Yes, getur ekki verið betra….)))
 
Rannsókn þýskra vísindamanna sem kynnt er í nýjasta hefti tímaritsins European heart Journal sýnir að með því að borða hálft súkkulaðistykki á viku lækkar blóðþrýstingur og hætta á hjartaslagi minnkar um 39%. Yes, enn batnar þetta…)))))))

Rannsóknin náði til 19 þúsund miðaldra manna og kvenna stóð í átta ár. Talsmaður þýsku lýðheilsustofnunarinnar sagði að staðfest hafi verið heilsusamleg áhrif súkkulaðis á blóðþrýsting og í ljós hafi komið að þeir sem borðuðu meira en 6 grömm af súkkulaði á dag drógu úr hættu á hjartaslagi um fjórðung og minnkuðu hættu á heilablóðfalli um helming. Yes, vissi þetta……))))

Hins vegar verður að gæta að því að auka ekki við hitaeiningar með súkkulaðiáti eða draga úr neyslu á hollum mat. Ó, þetta er ekkert spennandi.

Súkkulaði getur verið gagnlegt í að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma einungis ef  það kemur í stað fitandi fæðu eins nasls til að líkamsfitan aukist ekki. Vísindamennirnir telja að það séu flavanol-efni í kókóinu sem kunni að vera ástæða heilsubætandi áhrifa súkkulaðis. Meira sé af kókói í dökku súkkulaði og því séu heilnæmu áhrifin meiri.

OK, OK, niðurstaðan er sú að við borðum páskaeggið okkar og njótum þess og hugsum ekkert um þetta heilsusamlega fyrr en eftir páska.

paskaegg

 GLEÐILEGA PÁSKA, kæru Kerhraunarar