Biluð myndavél getur valdið vandræðum – Sést í henni eður ei

Það er merkilegt hvað fólk getur orðið háð sumum hlutum, meðal þeirra er myndavélin í Kerhrauni sem fjöldi manns notar reglulega. Þegar ekkert sést í vélinni heyrist stundum í símanum og þá er spurt hvort vitað sé að ekkert sjáist í vélinni…))).

Um daginn gerðist það að ekkert sást og því miður var það í byrjun viku þannig að ekkert var hægt að gera fyrr en vinnuvikunni lauk, þá var brunað af stað og til allrar lukku virtist tæknimaðurinn vera með það á hreinu hvað þjáði vélina.

Í dag þegar sest var niður til að skrifa þessa grein þá var auðvitað byrjað á því að kíkja í vélina og viti menn, útsýnið var ekkert, hrollur fór um fréttaritarann, var vélin virkilega bilið, reynt var aftur og aftur og loksins gerðist þetta sem sést hér að neðan.

kerhraunið 1142015

Hjúkk hvað okkur létti þegar bara eitthvað sást í vélinni, til gaman þá eru hér að neðan myndir sem teknar voru viku fyrir páska þegar gert var við vélina og mikið var mörgum létt þegar hún komst í lag aftur. Takið sérstaklega eftir hvað veðrið er gott eins og það er reyndar alltaf í Kerhauninu.

1

2

3

4

5