Nýtt merki á hliðslá: Vinsamlegast lokið hliðinu

Hans Einarsson setti upp skilti á öryggishliðið þann 1. okt. sl. um leið og hann breytti lykiltölunni á boxinu. Á skiltinu stendur „Vinsamlegast lokið hliðinu“ og á þetta að minna KERHRAUNARA á tilgang hliðsins. Gaman að láta fylgja með smá fréttir úr Kerhrauninu, en veðrið í gærkveldi var þannig að meðan hann var að vinna var snjólaust, en byrjað að slydda þegar hann fór heim. Á Hellisheiðinni var komið snjólag yfir veginn og nokkur hálka, má því segja að vetur sé að ganga í garð. Farið því að öllu með gát í ferðum ykkar.