Nýja myndavélin komin upp – Enn fallegra í Kerhrauninu

Það eru flestir sammála um að myndavélin hafi gert mikið gagn frá því hún var sett upp en eins og tæknin hagar sér þá er alltaf að koma betri og betri myndgæði. Sú gamla er búin að standa sig vel þó sambandlaus væri hún á köflum og hefur nú lokið sínu hlutverki og í dag, sunnudaginn 15. nóvember 2015 fór sú nýja í loftið og ekkert annað að gera en skoða dýrðina á heimasíðunni.

Þar sem Finnsi var ALVEG verkefnalaus þá drifum við okkur austur í blíðskaparveðri til þess eins að græja vélina.

IMG_2195

Það er ekkert hægt að gera í dag nema að fara í tölvuna fyrst og finna verkefnið.

IMG_2197

Síðan er drifið í því að aftengja þá gömlu, (þetta dreymir flesta um).

IMG_2204

Sú gamla komin niður – Taka til tól og tæki og halda áfram.

IMG_2213

Algjört niðurrif. Uppbyggin að hefjast.

IMG_2216

Uppsetningu lokið og myndin komin á netið – Megi hún lengi lifa, húrra, húrra, húrra.