Kerbúðin opnar á laugardaginn 20. júní 2015 kl. 14:00

Þrátt fyrir erfitt gengi tvö síðastu árin þá neitar Kerbúðin að gefast upp og ætlar að láta reyna á nokkrar næstu helgar hvort fólk kíki nú ekki við. Ýmislegt handverk verður í boði eftir hana Tótu okkar, svo má ekki gleyma hennar landsfrægu sultum og þessa helgi verður líka chutney  í boði.

Frú Tóta spyr. Væri ekki gott að fá sér vínarbrauðs- eða skúffukökustykki með síðdegiskaffisopanum ?

tota

Nú er tækifærið að kíkja við í Kerbúðinni sem hefur verið snurfussuð og gerð fín fyrir sumarið 2015.