Haustið var gott fyrir kartöflubændur í Kerhrauni

Það hefur alltaf gustað um hann Reyni okkar og nýjustu fréttir af kartöfluupptöku þeirra hjóna bárust rétt í þessu og fara hér í loftið..)).

Reynir fer fögrum orðum um veðurguðina og lofar þá miklu kartöflusprettu sem varð þetta árið, þau hjón hafa lagt mikið upp úr því setja árlega niður kartöflur enda með stór-fjölskyldu sem hefur gaman að bökuðum kartöflum.

Í NNV roki börðust Reynir og Anna í Kerhraunið til að taka upp og auðvitað var kerran með í för, eins og sjá má á myndinni þá er það heppilegt að þau skuli hafa aðstöðu á lager Betra baks til að geyma uppskeruna, enda allt flokkað og sett í stærðarflokka.

Þau hjón settu niður í ár alls 18 kg af úrvalsútsæði sem samanstendur af úrvali kartöflutegunda sem þau hafa komið sér upp á síðustu árum.

 

Geymsla 1

Hið rétta er að Reynir átti bara ekki til orð yfir uppskerunni.

18 kg af útsæði hafi farið niður í vor og uppskeran aðeins 12 kg er bara óskiljanlegt að þeirra mati enda mikið í lagt.

Þau ætla ekki að gefast upp en ólíkt þeim.