G&T dagurinn 2017 – lítið pallapartý

Það hefu nú oft verið fjölmennara á pallinum hjá Sóley og Gunna en einhver hafði orð á því að þetta væri fámennt og góðmennt og allir voru sammála því. Enn og aftur buðu þau hjónakornin S&G pallinn sinn til að grilla enda alltaf vel þegið að fá smá í gogginn eftir puð dagsins og færum við hjónum kærar þakkir fyrir umstangið.

Örfáar myndir sem Fanný tók en þess má þó geta að það var fleira fólk sem mætti á pallinn en myndir sýna m.a. Hallur og CO.


Gröfustjórinn búin að greiða sér en geiblar sig bara í staðinn – algjörir sveppir á myndinni


Gústi kallar þessa mynd „Móðurást“ enda mamma alltaf til staðar fyrir hann.


Málin rædd af fullri alvöru


Grillmeistarinn sjálfur stendur alltaf fyrir sínu

Nú er það bara spurning hvað mæta margir næsta ár en auðvitað stefnum við að einum G&T degi því þeir sem mættu á fyrri daginn fengu ekki neitt og úr því þarf að bæta.