G&Tdagurinn 25. maí 2013 – Göngustígalagfæring

Það hefur viljað loða við hjá okkar í Kerhrauninu að tiltekt situr á hakanum og það er ekki gott til langtíma litið. Við þurfum að sameinast um að halda svæðinu sem fallegustu, muna að viðhalda því sem vel hefur verið gert, varðandi göngustígana inn í Gilið sem gerðir voru fyrir 4 árum þá hefur ekkert verið litið á þá síðan til að snyrta og klippa gróður og því kominn tími til að gera eitthvað í málinu.

Vegna veðurs eða öllu heldur vætu varð ekkert úr því eftir gróðursetninguna að labba göngustígana tvo sem búið var að tilkynna að yrðu yfirfarnir en það verður bara að fara í þá seinna í sumar. Einnig var búið að ákveða að lagfæra stíginn sem liggur alveg inn að varðeldastæðinu, fenginn var besti maðurinn í verkið og auðvitað var það sjálfur tækjakóngurinn Smári Magnússon, í þetta skiptið kom hann með „Copy“ af sjálfum sér til að öll tækin gætu nú verið í gangi í einu.

Þið megið giska hver þetta er……)))) en hann stóð sig eins og hetja

 

Eftir gróðursetninguna tók Smári til við að koma öllum tækjum og tólum fyrir á vörubílspallinum og brunaði svo upp að Gílunu en þar var nú verk að vinna enda tvö bílhlöss af rauðamöl sem biðu eftir að vera keyrð út í stíginn.

Eftir að hafa útskrifað „Copy“ þá gekk þetta eins og vel smurð vél.

Kerhraunarar er hvattir til að prófa stíginn á göngu sinni um Kerhraunið

Auðvitað mætti „Gamli formaðurinn“ til að taka út verkið
á fjórhjólinu hans Garðars
sem vildi meina að hann hefði orðið fyrir vörslusviptingu…))))
.

Hér eru komnar tvær vélar í verkið og komið að verklokum

Um kvöldmatarleitið var komið hið besta veður og Búrfellið fallegt á að líta