Gleðilegt sumar kæru Kerhraunarar

Eftir erfiðan og snjóþungan vetur er að rofa til og dagurinn í dag er góð áminning um að einhverjir hafi hér áður fyrr trúað því að þessi tími ársins boðaði komu sumarsins. Það er enginn sem saknar síðustu mánaða og með hækkandi sól fer fiðringurinn um marga og þá klæjar í verkefni.

Næg verkefni eru framundan að vanda hér í Kerhrauninu bæði hjá félagsmönnum og félaginu og við getum svo sannarlega verið stolt af okkar fallega svæði sem með hverju árinu verður fallegra og fallegra og ekki ósjaldan sem það heyrist þegar fólk kaupir hér að hér sé greinilega mikil gróska og því játar maður alltaf…))

Í næstu viku er aðalfundurinn og að vanda guðuðu margir á gluggann og vildu ólmir komast í stjórn…)))) og ykkur til ánægju tilkynnist það hér með að Ingólfur Hauksson (býr í formannsbústaðnum nr 37) hefur boðið sig fram í formanninn og tekur við af Fanný Gunnarsdóttur sem ég ætla að hafa hér nokkur orð um.

Fanný hefur frá fyrsta degi verið mikill fengur og skörungur fyrir félagið og allt sem hún tekur sér fyrir hendur lýkur hún með stæl og auðvelt að smitast af krafti hennar enda gefur hún sig 100% í þau verkefni sem takast þarf á við og þau hafa verið ótal mörg. Takk elsku Fanný

Einnig hefur Indíana Eybergsdóttir mín kæra vinkona sem settist með mér í stjórn 2003 og bjó hér um tíma gefið kost á sér enda komin til að vera og eru þetta góðar fréttir.

Ómar Björnsson hefur haldið utan um fjármál okkar KERHRAUNARA síðustu 5 árin og honum ber að þakka innilega fyrir þá þrautseigju að þola okkur kellurnar tvær (nefni engin nöfn) sem getur reynst erfitt en þetta massaði hann allt með sínu rólega yfirbragði. Takk Ómar minn fyrir þitt framlag.

En úr einu í annaðl mætum á aðalfundinn og höldum áfram að leggja grunn að enn betra Kerhrauni.

GLEÐILEGT SUMAR