Aðalfundur Kerhraunara 2022 – myndir og mál

Aðalfundardagurinn rann upp bjartur og fagur og það var tilhlökkun í stjórnarfólki að hitta Kerhraunara eftir langa fjarveru, það kom líka í ljós þegar fólk fór að streyma að að mæting var mun meiri en við þorðum að vona.

Mörg andlit fóru að birtast i dyragættinni og verður fréttaritari að játa að henni hlýnaði um hjartarætur og reyndi eftir mætti að mynda sem flesta við komuna en eitthvað fór það nú úr böndunum. Það eru samt mjög ábyrgðarfull andlit sem náðust á mynd og gaman að hafa þær í minningabókinni.

Ætla að reyna að setja nöfnin við því enginn man nein nöfn lengur….))))))


Jón Björgvin Björgvinsson – lóð 29
Grallari mikill og ómissandi í okkar samfélagi


Davíð Andrésson – Lóð 122
Er „Óstaðsettur í húsi“ en hann er í 122 það er vitað ..))


Óskar Rútsson og Helena Leifsdóttir – lóð 3
Falla undir flokkinn: Frumbyggjar Kerhraunsins*


Sigurbjarni og Linda María – lóð 133
Ég er enn að jafna mig á að hafa ekki þekkt Sigurbjarna aftur, maðurinn hefur yngst um 15 ár

Fríða (Hólmfríður) og Björn Þór – lóð 44
BÞ gengur undir viðurnefninu „FRÆNDI“ hjá Fanný fv. formanni

Takið eftir verðandi fundarstjóra að pukrast þarna á bak við FogB að reyna að finna út
hvernig stendur á því að allt er í klessu með stjórnarkjör…)))))


Elfar Eiríksson – lóð 58
„Sá viljugi“ enda alltaf hægt að leita til hans


Peter Pobozny – lóð 84
Nýbúin sem alltaf er að brasa í nýja húsinu


Hallur Einar Ólafsson. (VEGAMÁLASTJÓRINN) – lóð 43
og hálf Fanný en gæti verið hin „Munstaraða mær“.
Allt gott um þennan töffara að segja enda hrukku margir við þegar ég sagðist
ætla að kalla til mín einn sem ég elska og það var hann

Fanný Gunnarsdóttir sem lét af formennsku á fundinum – lóð 36
Sagði allt gott um þessa elskulegu konu á fundinum í gær, enda gullmoli


Hlynur Árnason og Hildur Georgsdóttir  – lóð 18
Falla undir flokkinn: Frumbyggjar og nú ætla þau að fara að eyða meiri tíma hér


Camilla Guðmundsdóttir og Guðmundur (eða er ég að rugla með nafnið? – lóð 83
Nýbúar sem huga að framkvæmdum


Lúðvík Kristinn Helgason og Lovísa Einarsdóttir – lóð 25
L er skoðunarmaður reikninga og L er með í öllu öðru…)))


Ingólfur Hauksson og Kristín María – lóð 37
Nýr formaður félagsins og þau hjón eru í GK (Golfklúbb Kerhraunara)
Ekki amalegt að fá þessa stuðpinna í klúbbinn


Jóhann Gestur Jóhannsson en hvar er Svava???  – lóð 13
Brosmildur og glaðlegur einkaflugmaður (í uppáhaldi hjá Finnsa, hafa sömu áhugamál)
Stefnir á stækkun á húsinu í vor og leiðist karlarnir á Laugavatni
Mikið skil ég hann vel


Regina Scheving en Dóri dráttur týndur eða hvað? –  lóð 130
Regína er óðalsbóndi á B svæðinu


Dóri fundinn og það lifnaði mikið yfir Regínu

Ingunn Lena Bender – lóð 20
Ingunn er einn mesti og besti stuðbolti landsins og maður veit svo sannarlega hvar maður hefur hana,
glaðlynd, brosmyld, dugleg og bara svo margt


Franz Ævar Valgeirsson – lóð 11
Ævar er nýkominn fry Tene og þar lærði hann þessa stellingu,
bara spurning hvort hún virkar hér á landi


Þráinn Ingimundarson – lóð 52
Þessi mynd fær bara að fylgja með þar sem Þránni brá all svakalega
þegar Ævar tók Tenestellinguna…)))


Hér er mínum manni vel líst, síkátur athafnamaður sem er einn af
„Frumbyggjendum“ Kerhraunsins


Jóhann fann loksins konu sína, Svövu Tyrfingsdóttir og eru á  – lóð 13


Gunnar Kristjánsson og Snjólaug Birgisdóttir – lóð 131
Hjónin keyptu í fyrra lóðina og eru byrjuð að grunni og
vonandi fannst þeim gaman að hitta okkur Kerhraunara


Því miður veit ég ekki nafnið á konunni en hún kom sem fulltrúi lóðar 112

***********************

Hér að neðan koma nokkrar myndir af fundargestum og alvaran ræður ríkjum hérHarald sýndi að vanda yfirvegaða fundarstjórn

Nokrar myndir hér að neðan sem ég fékk sendar og eins og sjá má þá er
Fanný Gunnarsdóttir að flytja skýrslu stjórnar


Undir liðnum önnur mál var aðeins léttara efni og byrjað var á því að stuða Fanný aðeins með því að láta hana halda að henni væri boðið te og með því kæmi í ljós hvað það er sem er hennar aðaláhugamál
Viti menn, eins og allir þeir sem þekkja hana vita þá kom hið sanna í ljós við tedrykkjuna!!!  XB
þessi bolli gerir fólki kleift að dylja stjórnmálaskoðanir sína með því að fá sér bara kalt vatn

Stjórn færði Fanný smá þakklætisvott fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur Kerhraunar og hafði Guðrún reynt sitt besta til að koma lóunni á rammann og færði henni hana að gjöf.

Takk enn og aftur elsku Fanný mín, það hefur og verður frábært að eiga þig að því þú er frábær


Faðmast og kysst við hæfi eftir COVID

Held grænt hafi fallið í kramið!!!


Ómar gaf ekki kost á sér í stjórn og var ákveðið að gefa honum fyrsta vísir af „Gjaldkeralundinum“ sem eru 5 stafafurur og lítið fuglahús sem skal hengjast í furu þegar sá tími kemur…))

Takk Ómar minn fyrir þína rólegu og umfram allt yfirveguðu framkomu sem er konum eins og
(nefni engin nöfn) nauðsynleg þegar þær fara á flug


Í lokin færðu Kerhraunar Lúðvík „smá surprice“,  Halli líka og Harald fundarstjóra smá þakklætisvott
fyrir óeigingjarna vinnu fyrir okkur Kerhrauara og um leið og fráfarandi stjórn þakkar öllum Kerhraunurum fyrir góða mætingu  þá kveðja þau Fanný og Ómar hópinn og nýjir taka við.

Þegar fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verður haldinn þá verður það tilkynnt og myndir með.

Fundargögn koma mjög fljótlega inn, vinsamlegast sýnir mér smá þolinmæði, þetta kemur um helgina inn.

Þið eru frábær og takk fyrir góðan fund og öll árin