Flýtur með ekki sekkur, lafir meðan ekki stendur

Hvaða bull er þetta ? Svona til gaman fyrir þá sem fylgjast með myndavélinni þá eru hér smá gleðifréttir fyrir þá sem vilja vita hvort logn er í Kerhrauninu eða vindur, það er ekki auðvelt að greina það í myndavélinni þar sem hún er ekki „live“. Keyptur hefur verið vindpoki sem á að sjást vel í vélinni en meðan hann er á leiðinni þá keypti formaðurinn lítinn vindpoka í Amsterdam og var hann settur upp í gær.

Þar sem um fremur lítinn poka er að ræða þá er ekki vitað hversu lengi hann dugar og vonandi kemur hann að gagni meðan hann tórir á girðingunni. Í dag mánudaginn 29. október 2012 má segja með sanni að hann lafi en fyrir þá sem ekki greina staðsetinguna þá er hann til hægri hér á myndinni fyrir neðan.