BREYTING Á DAGSETNINGU – G&T dagurinn verður laugardaginn 21. maí nk.

Enn einu sinni rennur upp þessi skemmtilegi dagur og í þetta sinn er það laugardagurinn 21. maí nk., þar koma Kerhraunarar saman og gróðursetja tré sem í framtíðinni munu koma til með að gera Kerhraunið okkar enn fallegra en það er í dag.

Fyrirkomulagið verður þannig að við hittumst kl. 11.00 á sama stað og í fyrra og dembum okkur í gróðursetninguna.

„STRÁKARNIR OKKAR“  ætla að grafa holurnar helgina áður.  Okkar verk verður að koma plöntunum fyrir, hlú að þeim og vökva

Þegar þessu verkefni er lokið hittumst við sem fyrr hjá Sóley og Gunna og skellum í okkur einhverju af grillinu og jafnvel einhverju fleiru.

Takið daginn frá því enginn vill missa af skemmtilegum degi með öðrum Kerhraunurum.

 

ATH! ÞEIR SEM PÖNTUÐU TRÉ:

Tréin verða afhent að morgni 21. maí eða um kl. 10:00