Kerhraun

Deiliskipulagsskilmálar Kerhraunsins – Uppfærsla

Flest okkar muna að við fengum 2 aðila frá utu (Umhverfis- & tæknistofnun uppsveita á Laugarvatni) til að mæta á aðalfund félagsins fyrir nokkrum árum og á þeim fundi fóru þeir í gegnum nokkur atriði varðandi byggingu sumarhúsa í skilgreindu frístundasvæði og þá skilmála er um það gilda. Jafnframt bentu þeir á að gildandi deiliskipulag og deiliskipulagsskilmálar Kerhraunsins væru úreltir og félagið þyrfti að huga að uppfærslu til samræmis við þær reglur sem gilda í dag. Þessu verki er nú lokið og er komið í ferli hjá utu og mun  vera tekið fyrir á fundi 26. janúar nk.

Þetta verk er búið að vera ansi strembið enda að ýmsu að huga og hefur formaður okkar Fanný Gunnarsdóttir verið drifkrafturinn í að ljúka skilmálunum þar sem Verkís ber síðan ábyrgð á að séu eins og þeir eiga að vera. Takk Fanný og takk Verkís.

Deiliskipulaginu þurfti að breyta til samræmis við það sem er í gildi í dag, það þurfti að uppfæra það í nýtt hnitakerfi, setja inn það sem gert hefur verið á síðari árum t.d. girðingin, gámurinn, Kerbúðin, bílastæðin, göngustígarnir, flóttaleiðir og vatnsvermdarsvæðin og þetta verk var unnið af Helga Má Hannessyni . Takk Helgi Már.

Senn líður að aðalfundi, enn er óljóst hvort okkur tekst að koma saman en það er löngu kominn tími á að hittast, skiptast á skoðunum og skvetta aðeins úr klaufunum. Það eru líka væntanlegar breytingar á stjórn og því ekki úr vegi að þeir sem vilja láta gott af sér leiðahugi að framboði…)))

Deiliskipulagsskilmálar og deiliskipulag Kerhrauns sumarhúsafélags