Árið 2022 er gengið í garð – GLEÐILEGT NÝTT ÁR KÆRU KERHRAUNARAR

Nú árið er liðið í aldanna skaut og komið nýtt ár,  flestum finnst örugglega vera mjög stutt síðan þeir fögnuðu síðast árinu 2021. 2022 ber að taka fagnandi og um hver áramót höfum við tækifæri til að huga að því sem betur má fara og setja okkur persónuleg markmið.

Það er algjör óþarfi að hugsa um það sem liðið er, með gamla árinu fara allir hlutir sem við höfum gert eða látið ógert, allt gott og vont sem við höfum upplifað og séð, ekkert er eftir nema minningarnar, sumar góðar, sumar slæmar.

Nú er það okkar val hvaða minningar við viljum geyma og halda til haga fyrir framtíðina. Hvað gefur okkur gott veganesti fyrir komandi ár.Öll getum við valið, þurfum við að velja eða jafnvel ekki en ef svo er þá getum við svarað þessu um næstu áramót.

 

Gleðilegt nýtt ár og farsæld á árinu sem er að ganga í garð kæru Kerhraunar, megi nyja árið verða ánægjulegt í Kerhrauninu okkar fallega sælureit.