„Bleiki dagurinn 2014“ er í dag fimmtudaginn 16. október

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni væri gaman ef allir Kerhraunarar tækju sig til og klæddust einhverju bleiku í dag, fimmtudaginn 16. október eða hefðu bleikan lit í fyrirrúmi. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

Í tilefni dagsins ákváðu stjórnamenn að sýna átakinu lið og skörtuðu þessu flottu búningum og létu smalla af sér mynd í tilefni dagsins.

 

pinka

Ef bara væri til lag sem héti „Kona ársins“ en meðfylgjandi linkur er lagið „Maður ársins“ frábært lag með Friðrik Dór sem gaman er að dilla sér við.

https://www.youtube.com/watch?v=e6Tp1XShyxQ