.
„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka“ er upphaf þessa fallegasta nýárssálms eftir Valdimar Briem, líklega eru flest okkar full tilhlökkunar að nýja árið sé gengið í garð, árið 2012.
Með gamla árinu fara líka allir hlutir sem við höfum gert eða látið ógert, allt gott og vont sem við höfum upplifað og séð, ekkert er eftir nema minningarnar, sumar góðar, sumar slæmar.
Nú er það okkar val hvaða minningar við viljum geyma og halda til haga fyrir framtíðina. Hvað gefur okkur gott veganesti fyrir komandi ár. Öll getum við valið, þurfum við að velja ?, en ef svo er þá getum við svarað þessu um næstu áramót.
Gleðilegt nýtt ár og farsæld á árinu sem er að ganga í garð kæru Kerhraunar, megi nyja árið verða ánægjulegt í Kerhrauninu okkar fallega sælureit.