Aðgát skal höfð í nærveru vega þessa dagana

Þeir sem átt hafa leið í Kerhraunið nýlega hafa tekið eftir að vegurinn frá Biskupstungnabraut í átt að Seyðishólnum er mjög illa farinn. Ástæða þess er sú að menn fá oft framkvæmdagleðiköst þegar skammdegi lýkur og ætla að hefja framkvæmdir þar sem tíðin er svona góð.

Eigandi lóðar í E-svæðinun fór í það að taka fyrir grunni af húsi sem á að byggja í sumar og fékk síðan rauðmöl til að fylla í grunninn og það leiddi til þess að eftir 2 umferðir hafði bíllinn skemmt veginn sem við létum hefla í fyrra, bíllinn næstum farið útaf og kanturin nánast ónýtur. Bílstjórinn gafst upp og hætti  að keyra í grunninn. Nú er vegurinn þannig að það þarf að fara mjög varlega þegar ekið er.

VIÐ BIÐJUM YKKUR AÐ HUGA VEL AÐ ÞVÍ AÐ FARA EKKI  AÐ FÁ BÍLA SEM ERU MJÖG ÞUNGIR TIL ÞESS AÐ KEYRA FYRIR YKKUR MEÐAN FROST ER AÐ FARA ÚR JÖRÐU EN MEÐ ÞVÍ STUÐLIÐ ÞIÐ AÐ ÞVÍ AÐ SPARA PENINGA FYRIR FÉLAGIÐ.