Aðalfundur Kerhraunara 2016 – Skemmtilega margir mættu

Aðalfundur 2016 var vel sóttur af félagsmönnum og fór vel fram í alla staði. Fundurinn var haldinn í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27 og hófst kl. 20:07. Það er skemmst frá því að segja að það kom stjórn á óvart hversu vel var mætt og ánægjulegt að sjá svona marga Kerhraunara á svona góðu kvöldi þar sem sólin skein og norðurljósin skörtuðu sínu fegursta þegar fundi lauk, það sýnir að fólki er annt um þetta góða samfélag okkar þar sem allir vilja að við lifum eins og „Dýrin í Hálsaskógi“.

Það er ekki tilefni til að fara í gegnum fundinn lið fyrir lið en stikla þó á því stærsta. Það er óhætt að fullyrða að fundarstjóra hafi tekist vel til að stjórna fundi og stýra umræðum og færum við Guðbjarti þakkir fyrir. Ásbjörn formaður flutti skýrslu stjórnar en hann lét af formennsku á þessum fundi og færum við honum þakkir fyrir hans góðu störf á þessum tveimur árum sem hann hefir leytt stjórnina.

Ný stjórn var kjörin.
Hans Einarsson, formaður
Lára emilsdóttir, gjaldkeri,
Fanný Gunnarsdóttir, ritari
Guðrún Njálsdóttir, meðstjórnandi.

Ekki má gleyma ESSunum tveim sem nú hverfa á braut, þeim Steinunni og Sóley sem einnig hverfa nú úr stjórn, þeim þökkum við líka innilega fyrir þeirra framlag síðustu tvö árin. Við stöllurnar Fanný og ég (Gunna) eigum eftir að sakna þeirra og  hans Ása líka. Það kemur samt alltaf maður í manns stað og við fögnum því að Hans skuli vera kominn aftur fí stýrishúsið með fjármálastjóra framhaldsskóla Vestmannaeyja sér við hlið sem gjaldkera og aldrei að vita nema hún taki upp á því að nota alþjóðlega reikningskilaaðferðir við uppgjör næsta árs.

Ekki má gleyma vegamálastjóranum sem við höfum notið góðs af undanfarin ár, hann bjóðum við velkominn í hópinn og ekki úr vegi að óska honum til hamingju með afmælið sem er í dag 13. apríl.

Það er ljóst að stefna okkar allra sem starfað hafa í stjórn Kerhraunsins að við höfum það að leiðarljósi að gera Kerhraunið fallegt og okkur til sóma, til gamans má geta þess að fyrsta stjórn tók til starfa árið 2003 ef ég man rétt. Það má því segja að það sé farið að falla ryk á mig en eftir yfirferð mynda kvöldins sá ég að þarna eru svo mörg andlit sem vekja hjá manni góðar minningar í gegnum árin í gegnum gott samstarf.

Eftirfarandi myndir segja allt sem segja þarf af aðalfundi Kerhraunara þann 12. apríl 2016.

fallegt kvöld

IMG_2996

IMG_2997

IMG_2960

IMG_2963

IMG_2993

IMG_2983

IMG_2964

IMG_2973

IMG_2972

IMG_2975

IMG_2981

IMG_2986

IMG_2976

IMG_2994

IMG_2966

IMG_2991

IMG_2977

IMG_2984

IMG_2985

IMG_2961

IMG_2968

IMG_2971

IMG_2979

IMG_2965

IMG_2961

IMG_2962

IMG_2967

IMG_2978

nor