Kerhraun

VERSLÓ 2014 – dagskrá barna og fullorðinna

Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur fyrir fjölskylduhátíð Kerhraunsins,  „VERSLÓ 2014“  sem haldin verður 2. ágúst nk.

Hátíðin hefur verið vel heppnuð undanfarin ár og hafa Kerhraunarar og fjölskyldur þeirra sýnt sig og séð aðra þessa helgi í Kerhrauninu.

Af föstum dagskrárliðum má nefna:

MINI Ólympíuleikarnir 2014 hefjast stundvíslega kl. 13:00, stundvíslega kl. 13:00 við gatnamótin hjá Sóley.

verslo2012_forsidumynd

Ratleikur er auðvitað aðalmálið enda spennandi úrlausnarefni, fer hann fram á göngustígunum á stóra útivistarsvæðinu.

Þar verðu heljarinnar hátíð þar sem fyrsta leiktæki Kerhrauns verður vígt formlega með ræðu formanns í bundnu máli segja menn sem vel til þekkja.

rola
stollll

Fulltrúi „Fimleikafélag Kerhrauns“ tók róluna út

fanny 2

Eftir vígsluna verður haldið heim á grasblettinn hjá Sóley og Gunna, þar fara fram þrautaleikir bæði fyrir börn og fullorðna sem verður örugglega hin mesta skemmtun eins og alltaf.

tritraut_p1010775
klosettru_folk7
Fastlega má reikna með fleiri þúsundum gesta á brennuna kl. 20:00 á laugardagskvöldinu þar sem verðlaunaafhending barna fer fram og söngur og sprell að hætti hússins.

Elfar verður brennustjóri enda vandfundinn annar eins brennuvargur…))

elfareldur

Formaðurinn hefur lagt gríðarlega mikla vinnu í að kynna sér hver á hvaða lóð og hver býr í hvaða húsi, það er því ekki úr vegi að láta á það reyna hvort hann man eitthvað af þessum lærdómi þetta kvöld eða stendur á eintali við menn til að pína upp úr þeim hverra manna þeir séu eða á hvað lóð þeir búi…)))

tvoaugu

Það stefnir því í enn eina skemmtilega fjölskylduhátíð þar sem Kerhraunarar og gestir gleðjast á „VERSLÓ 2014“.