Kerhraun

Kjálkabrotið rafhlið fékk á baukinn frá föður brúðarinnar

Það fylgir brúðkaupum mikið stress og kannski sérstaklega hjá föður brúðarinnar ef eitthvað er að marka það sem sagt er.

Til allrar óhamingju þurfti Gunni að fara á Selfoss snemma á laugardagsmorguninn og hann greinilega búin að gleyma í stressinu að rafhliðið átti bara að vera opið eftir hádegi og gaf því hliðinu einn á´ann og það gaf sig.

Auðvitað er þetta hundfúlt því þessu fylgir útgjöld sem fáir vilja lenda í.

Fanney í Eyjabóli sem fyrst kvenna varð til þess að keyra á hliðið sá þetta á laugardaginn og sagði  „Hver var að keyra á mitt hlið?“ og sagði að hún héldi að þetta gæti hún bara gert.

Ástæða þess að þetta er sett hér inn er að minna fólk á að í gegnum hliðið á bara einn bíll að fara í einu og á föstudagskvöldið lá við að bíll fengi slána í sig þar sem hann elti annan.

Auðvitað var hliðvörurinn kallaður út enda lumaði hann á aukakjálka enda viðbúinn því að Fanney yrði ekki sú eina.

hlið 1

hlið 4

Formaðurinn að sýna listir sínar með Dewalt vélinni sinni

hlið 3

 hlið2
Takið eftir hvað veðrið er alltaf yndislegt í Kerhrauninu á sumrin