Kerhraun

EINN fyri ALLA, ALLIR fyrir EINN

Að kvöldi 16. október sl. um kl. 22:00 fékk stjórnarmaður upphringingu frá félagsmanni með þær fréttir að einhver hafi gerst svo djarfur að opna hliðið með því að skrúfa úr tein sem settur hafði verið til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að lyfta hliðinu af hjörunum en það hafði þá verið gert í nokkur skipti rétt eftir uppsetningu hliðsins. Teinninn sem settur var í er ekki svo auðveldlega tekinn úr nema menn/konur hafi til þess góð verkfæri. Eins og flestir vita var það opinber aðili sem átti leið inn á svæðið viku eftir að hliðið var sett upp og kom að hliðinu lokuðu, í staðinn fyrir að nota masterlykilinn sem var í bílnum þá lét hann klippa lásinn, fór með hann á skrifstofu sína og lét hvorki kóng, prest né okkur vita og olli þetta atvik all miklum heilabrotum um hvarf lássins en þó leystist málið eftir all margar símhringingar.

Nú endurtekur sagan sig og einhver er átti erindi í Kerhraunið gerði sér lítið fyrir og hafði fyrir því að fara þessa leið inn sem áður segir. Sá sem hringdi sá að teinninn var á jörðinni við hliðið, hann keyrði því um svæðið til að kanna hverjir væru í húsum sínum og lét vita en þar sem komið var fram undir kl. 23:00 var ekki hægt að ónáða húseigendur. Það vakti óneitanlega strax upp spurningar hvort þarna væru á ferðinni ókunnugir aðilar þar sem allir Kerhraunarar hafa lykla eða aðgangorð að lyklaboxinu.

Farið var í það strax í morgun að hringja í húseigendur og reyna að fá einhverjar fréttir um hvað hefði gerst. Lausnin fannst og hún er sú að bygginaraðili sem ganga þurfti frá smáræði fyrir húskaupandi hafði ekki farið eftir fyrirmælum um að hringja í viðkomandi þegar farið yrði á svæðið, heldur fóru menn bara af stað, komu að lokuðu hliði og gerðu sér lítið fyrir og tóku upp tól og tæki, fóru inn eins og fyrr segir með þessari sérstöku aðferð. Að sögn þessara manna ætluðu þeir að ganga frá eftir sig en á leið sinni út mættu þeir gámabíll sem bað þá að loka ekki hliðinu þar sem viðkomandi þurfti að fara inn og skyldu hann ganga frá á leið sinni út sem hann gerði EKKI.

Nú er það stóra spurning, VAR EINHVER AÐ FÁ GÁMABÍL TIL SÍN ?

Í ljós þess hversu auðvelt virðist vera að komast inn á svæðið var ákveðið að fyrirbyggja að teinninn yrði fjarlægður aftur með því að sjóða stykki yfir teininn til þess að ekki sé hægt að taka hann úr. Það má öllum vera ljóst að þó teininn náist ekki úr þá breytir það ekki neinu hvað varðar öryggi því lyklakerfið sem er á vegum hreppsins er þannig að þeir aðilar t.d. slökkvilið, sjúkrabílar, lögregla og hreppsmenn hafa allir masterlykla. Ef svo illa vildi til að sú stund kæmi að opna þyrfti hliðið í skyndi þá er það bara sýlsumannsaðferðin sem dugar…)))

Stjórnin vill enn og aftur koma því á framfæri að Kerhraunarar verða að standa saman sem einn maður og koma strax skilaboðum til einhvers úr stjórninni ef vart verður við eitthvað óvenjulegt. Þannig er hægt að gera viðeigandi ráðstafanir og koma skilaboðum til félagsmanna. Það er ekkiert við það að athuga ef einhverjir vilja fara ínn á svæðið að spyrja hvort viðkomandi hafi lykil eða fara þess á leit að viðkomandi hafi samband við þann sem hann er að heimsæka ef okkur finnst eitthvað athugavert.

Atvik sem þetta verður þess valdandi að menn þurftu að koma úr Reykjavík, leigja tæki til að ganga varanlega frá hlutunum og allt kostar þetta bæði tíma og peninga.

Þrátt fyrir að farið hafi verið um svæðið og kannað hvort eitthvað óvenjulegt væri að sjá, sem virtist ekki vera þá vill stjórnin fara þess á leit við þann sem fékk gámabílinn til sín að láta vita, nú fréttist ekkert af því þá er það ábending til húseigenda að kanna hvort ekki er allt í lagi hjá þeim.

Skilaboðum verður strax komið til ykkar um leið og eitthvað fréttist um gámabílinn.

 

 

 

<
 

 

 

 

 
Þegar hér var komið sögu reyndust þau tól sem komið hafði verið með úr Reykjavík ekki ráða við rafsuðuna og varð því að fara á Selfoss og leigja önnur. Allt tók þetta tíma og veðrið var ekki sem best en Rut og Smári sáu til þess að ylur kæmist í kroppinn með góðri hjónabandssælu og yndælis kaffisopa.

Takk kærlega fyrir  kæru hjón.