Starfsmaður Grímsnes- og Grafningshrepp átti erindi í Kerhraunið og þar sem hann var með masterlykil að hliðinu ákvað hann að skilja hliðið eftir opið þar sem hann ætlaði að vera fljótur í ferðum. Nokkru seinna þegar hann er á leið út af svæðinu verður hann var við bíl með kerru inn á B svæðinu, þegar hann nálgast hliðið kemur bíllinn og í honum eru tvær konur sem biðja hann að hleypa sér út. Spyr maðurinn hvort þær hafi ekki lykil og neita þær því enda ekki af þessu svæði en þær hafi bara komið til að sækja rauðamöl í kerruna. Konurnar höfðu sem sé brugðið sér inn á B svæðið til að ná í fulla kerru af rauðamöl og tóku bara möl úr veginum.
Þessi ágæti maður var fljótur að hugsa og skipaði þeim að fara með mölina á sama stað og myndi hann bíða eftir þeim meðan þær losuðu kerruna. Þetta gerðu þær og erum við auðvitað mjög þakklát manninum fyrir að hugsa um hag okkar. Það verður þó að segjast að þrátt fyrir að við séum að bæta í vegina þá hefði örugglega engum dottið í hug að inn á svæðið læddist fólk (konur..)) og hömstruðu rauðamöl beint úr veginum. Eftir svona uppákomu þá er ágætt að samþykkt var að hafa hliðið lokað, EKKI SATT?