Hver hefur ekki heyrt um steypuskjálfta?, þeir sem hann þekkja vita að ljúfustu menn verða alveg óðir þegar þeir fá þennan umrædda skjálfa, en færri vita kannski hvernig fræsingarskjálfti er, hann er ekki óáþekkur nema að þar baða menn út höndum og reyna að temja hlassið sem er jafnan óviðráðanlegt. En nú skal farið út í alvöru lífsins og hún hefst á þakkargjörð, það ber að þakka Halli okkar kæra vegamálastjóra að láta undan þrýstingu sumra um að „reyna endilega að ná fræsingi af Lögbergsbrekkunni“ og það á sunnudegi. Þess vegna skulum við og erum við endanlega þakklát honum Halli að vinna á sunnudegi, redda aukamannskap og eyða heilum sunnudegi í að gera vegina fallegri og við skulum launa honum með því að keyra eins og fólk.
Fyrsti bíll komu um 9:30 og það var sjeffinn sjálfur sem sturtaði og brenndi svo að ná í gröfuna og draga úr haugnum ef ske kynni að einhverjir þyrftu að komast út af svæðinu, einnig vegna þess að hefillinn komst ekki fyrr en um hádegi vegna anna.
Það verður ekki upp hann Hall logið að tól og tæki séu hans ær og kýr.
Búinn að sturta fyrsta hlassi, leggja vörubílnum og ná í „Gulu eldinguna“
Búinn að draga úr fyrsta hlassi og þá skellur sá næsti á
Alvarlegur þessi..), eða hvað ))
Hlass tvö skellur á og hirðljósmyndarinn mættur og Kerbúðin opin
Skella sér í túr tvö og einn bíður og vill fara heim.))
Þetta eru sko engin smá hlöss, myndi sko borga 3.940 kr fyrir m3 með glöðu geði
Jæja nú skall „flughirðarmyndatökumaðurinn“ á
Þetta er hinn umtalaði „fræsingarskjálfti“
hér sést að það er erfitt að hemja fræsingarhlass
Hallur keppist við að draga úr milli ferða
Það var fagurt um að litast enda fyrsti sólardagur sumarsins
Horfið til himins, með höfuðið hátt, horfum til himins..)))))))))))
tvö hlöss – fræsingur og Gunna
smá pása og hvað skal þá gera?
jú fá „Mömmu tertu“ í heimsókn
og fá kaffi, kex og bolla frá Fanný og skella í sig smá næringu
loksins, loksins kom hefillinn
hér skal skellt á skeið og byrjað að hefla enda bíða tveir eftir að komast til baka
Glæsilegt er það maður minn lifandi
þetta er smá hækkun, ekki satt?
Ari byrjaður að hefla og fíneríð verður fínna og fínna
í lokin var farið að vegmótunum hjá Ingólfi, Darra og Herði og sett þar í
það þurfa fleiri hvíld en menn
síðasta sturt dagsins og enn vill einn fara heim..))
Þá er þessum sólríka degi nánast lokið, stórt og mikið þakklæti til þeirra sem eyddu þessum góða degi til að þjóna okkur og við sýnum þakklæti okkar með því að keyra varlega og virða það að það að vegurinn verður að fá ást og umhyggju frá okkur. Myndin hér að ofan er tekin í Lögbergsbrekkunni en þaðan kom efnið til okkar. Alveg yndislegt að vita til þess að það sé endurvinnsla í gangi hjá okkur.