Vegaframkvæmdir í Kerhrauni 9. og 10. júlí 2017

Það verður settur fræsingur á beina kaflannn sunnudaginn 9. júlí alls 6 bílar, fyrsti bíll kemur um kl. 9:30 og verður keyrt fram undir kl. 13:00 sem þýðir að erfitt gæti verið um tíma að komast inn og út af svæðinu, sama verður mánudaginn 10. júlí en þá koma 12 bílar með fræsing þannig að nánast allur dagurinn fer í þetta.

Beðist er velvirðingar á þessum töfum sem verða, nauðsynlegt að ítreka að það þarf að keyra á löglegum hraða um tíma til að vegurinn fari ekki allur í þvottabretti.