Ristarhlið fjarlægt – fræsingur í brekkuna – allt með aðstoð góðra manna og einnar kerlingar

Það hafa verið miklar framkvæmdir undanfarið á vegum í Kerhrauninu og þess má geta að sett var í brekkuna inn á svæðið undirlag sem átti eftir að valta, þeir sem vel þekkja til vita að vandræði urðu með brekkuna þegar verið var að keyra í grunn á svæðinu og í framhaldi af því var sendur tölvupóstur á Kerhraunara um „umgengnisreglur“ sem samþykktar voru á aðalfundi 2013.

Að einhverju skemmtilegu, mánudaginn 10. júlí skellti Hallur vegamálastjóri á skeið og þeysti austur fyrir fjall en hann hafði áður lagt drög að því að fá fræsing og í þetta skiptið var verið að fræsa frá Toyota að vegamótunum upp í Grímsnes og sá gamli hafði vinninginn og á þessu keyrum við í dag í hluta brekkunnar inn á svæðið…))) ÆÐI – frábært Hallur og co.

Í ljósi þess að við höfum verið að leggja áherslu á að fá fræsing á sem flesta vegi hjá okkur þá var ákveðið að taka upp ristarhliðið sem hefur þjónað okkur vel og sennilega fær það nýtt hlutverk, að vera í hliðinu sem er á milli hólanna í sanmvinnuverkefni okkar og annarra svæða sem nota þann veg, eða hinn eina sanna „Samlagsveg“.

Það er alltaf sama sagan ef gera á eitthvað þarf fólk í það og þar sem Hallur er með aðgang..)) að vél og Finnsi var á svæðinu þá skelltu þeir á skeið og redduðu þessu með stæl.


Byrjað var á því að taka girðingar sem tengdust hliðinu og þar var Finnsi með klippurnar á lofti


síðan var hafist handa og vélin sett í lágrétta stöðu..))


svo þurfti að kanna festuna og hún var bara hagstæð


„hífa og slaka á víxl“


bundið í og svo skal lyft


sko aldeilist góð lyfta


úps, allt í háa loft hjá Halli, „helv… þungt segir hann“


þarna er vélin orðin lágrétt og hliðið orðið lóðrétt


út fyrir er það komið

eftir er holan og þetta fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi, segi bara svona


hér verðu ristin geymd þar til hún fer uppúr


klippa og klippa meira og meðan keyrir Hallur í holuna


Skellur ekki á vörubíll, jú fræsingurinn í brekkuna


ekki þoldi nú brekkan meira,,))


Hallur tekur upp sköfuna og lagðaði og lagaði


þá fer sá fyrsti og annar kom og annar fór, nei reyndi að fara en komst ekki upp, seig í brekkuna


Hallur tók sig til og ýtti á rassinn á honum þar til hann komst upp


ok, ok, farðu nú að komast sjálfur út á eigin vélarafli..))

Hér að ofan er svo kaffið sem Fanný kom með og kökurnar frá Tótu en þær héldu lífi í strákagreyjunum yfir daginn.

Í lokin vill stjórn þakka öllum sem komu að þessum verkum innilega fyrir.