8 tímar í þorrablót Kerhraunara 2014

Fyrsta frétt af þorradegi er sú að það sást til flugu sem var mætt 8 tímum áður en þorrablótið átti að hefjast, hún fékk ekki leyfi til að vera með og draps hreinlega úr leiðindum.

Laugardagurinn 8. febrúar rann upp bjartur og fagur og ljóst var að sjaldan ef þá nokkurn tíma hefur verið önnur eins blíða á þessum tíma ársins.

Þær sögusagnir bárust að formaðurinn hefði beðið „veðurguðinn“ um gott veður, sá síðarnefndi fór strax í að kanna málið og sá að boðin höfðu borist frá Hraunbrekku 99  og setti því málið strax í nefnd. Þegar aðstoðarmenn hans komu með niðurstöðuna hljóðaði hún svona, „þarna verður að vera gott veður eins og maðurinn bað um“.

Nú varð veðurguðinn steinhissa og spurði „af hverju verð ég?“ og þeir voru fljótir að svara honum, „hefur þú sé hvað maðurinn er stór og stæðilegur?“ en það hafði hann ekki gert og tók orð þeirra trúanleg og  stimplaði strax á beiðnina, GOTT VEÐUR UM TÍMA.

Hér koma nokkar myndir sem sýna góða veðrið.

P1020123

Á leið upp Grímsnesið og ekki langt í Kerhraunið

P1020124

Þegar hann lafir þýðir það bara eitt – LOGN

P1020125Að hádegi 8. febrúar 2014 – fallegur þorrablótsdagur

P1020130 Tóta er tilbúin og baðar sig í sólinni

P1020148

Rusty finnur á sér að það stendur mikið til

P1020129

  Húsbóndinn á bara eftir að skipta um peru..)))

Málið var að peran var ekki farin og við fengum okkur gott kaffi  áður en haldið var til Sóleyjar til að taka stöðuna.