Við Ásgeirströð er mikið í gangi sumarið 2014

Það hafa kannski ekki margir tekið eftir því að mikið er um að vera hjá Ásgeiri og Kristínu þetta sumarið, enda húsið ekki alveg í alfaraleið. Hvað sem því líður þá hefur komið fram hér áður að Ásgeiri er margt til lista lagt og með aðstoð góðrar konu þá er allt hægt.

Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun hússins og á planinu stóð að þetta ætti að gerast hægt og rólega, auðvitað er ekki hægt að haka við það í „tjékklistanum“ því það er farið út í veður og vind.

Ásgeir kaupir alltaf það besta og það á við um steypuna í plötuna enda Steypustöð Magnúsar óuppgötvaður demantur hvað gæði og verð varðar.

Ásgeir hefur úr mörgum smiðum að velja, nú hafa allavega tveir komið að verkinu og gengur sú saga hjá byggingarfulltrúa að þeir hafi ekki við að fara í úttektir til Ásgeirs og Guðjón hefur ákveðið að fara í barnseignafrí og láta Helga eftir allt eftirlit hjá Ásgeiri.

Kristín hefur ekki látið sitt eftir liggja og eyðir öllum stundum í skipulagningu á frágangi hússins og hlakkar víst mikið til að fá loksins veggpláss til að hengja um listaverkin.

asgeir
Flott er þetta og flott verður þetta, nú getur Ásgeir fært grillið upp á pallinn og verið í pottinum meðan lærið HÆGeldast.