Við „Ásgeirströð“ er margt og mikið í gangi

Stuttu eftir að byrjað var að laga „Ásgeirströð“ þá smitaðist Ásgeir og fékk framkvæmdaveikina og ákvað að fara í stórtækar framkvæmdir við hús þeirra hjóna.

Þegar „Amma myndar“ og „Tóta tæknitröll“ bar að garði var hann í þann mund að hefjast handa, náðust þessar myndir af honum við störf og trúði hann okkur fyrir því að hann væri sprengisérfræðingur, auðvitað stóð okkur ekki á sama en þóttust áhugasamar og niður fór titturinn, kviss, kvass, búng.

asgeir1

Það er skemmt frá því að segja að eftir að titturinn hafði farið niður þá skokkaði hann upp á pall og bauð okkur að skoða árangurinn.

asgeir2

Auðvitað botnuðum við ekkert í honum en pallurinn var farinn hvort sem hann var sprengdur í burtu að bara fjarlægður á venjulega hátt.

Það sanna er að það á að fara að stækka húsið og verður það fullbúið fyrir næsta þorrablót…….)

 

asgeir3

Ásgeir þú mátt ekki plata okkur svona, við erum svo trúgjarnar. Gangi ykkur vel með framkvæmdirnar.