Versló 2019 – MINI Ólympíuleikar barna – verðlaunaafhending

Wow hvað það er spennandi þegar kemur að því að veita verðlaun til barnanna sem tóku þátt í leikjum dagsins, gleðin skein úr hverju andliti þegar við Ulla hengdum peninginn um háls þeirra. Í raun eru allir sigurvegarar þó í ár hafi einn staðið upp úr enda stór og stæðilegur drengur, þetta er Maron Haddi og er barnabarn þeirra Guðnýjar og Ómars og það verður gaman að  fylgjast með honum í komandi framtíð hvað sem hann tekur sér fyrir hendur íþróttalega séð

Um langan tíma var það barnabarn Ásgeir og Stínu sem massaði alla leiki svo það má segja að nú sé kominn arftaki hennar.

Mörg börn voru ekki við varðeldinn en fengu verðlaun sem aðstandendur fóru með til þeirra og vonandi hafa þau glaðst líka að vera með pening um hálsinn og það væri gaman ef einhver nennti að mynda og senda til mín svo ég geti sett það hérna inn því þau hafa gaman að því í framtíðinni.

Myndirnar tala sínu máli og er afskaplega fallegar af afskaplega fallegum börnun sem vonandi verða öll mætir Kerhraunarar