Versló 2014 – verðlaunaafhending barna við varðeldinn

Það liggur alltaf spenna í loftinu þegar verðlaunaafhending er nefnd enda full ástæða að verðlauna börnin sem leggja sig alla fram þegar keppni fer fram. „Mini ólympíuleikar“ höfðu farið fram fyrr um daginn en þar spreyttu börnin sig á ýmsum þrautum og stóðu sig með prýði og nú skyldi þau verðlaunuð.

Rósa Sjöfn og Ómar höfðu tekið að sér að skipuleggja dagskrá „Versló 2014“ sem innihélt auðvitað barnaleikina líka, þau stóðu sig eins og hetjur og eiga miklar þakkir skilið:

Þar sem varðeldurinn logaði glatt voru börnin kölluð upp og fengu þau verðlaunapening og voru kát með það.

IMG_2346

IMG_2347
IMG_2348

IMG_2349

IMG_2350

IMG_2351

IMG_2352

IMG_2353

IMG_2356

IMG_2359

IMG_2383

Þessi elska flaug frá Noregi í dag þar sem hann keppti í fótbolta og skellti sér á varðeldinn enda drengur vanur, búinn að vera nánast öll árin við varðeldinn með afa og ömmu.

Eftir eitt ár verður varðeldurinn tendraður aftur og þá verður gaman að gleðjast með Kerhraunurum. Reyni og Önnu er hér með bannað að halda ættarmót á þessum degi enda stór sá á fjölda barna og fullorðinna þegar þau gátu ekki komið. Takk krakkar fyrir þáttökuna og til hamingju með sigurinn.