Ofaníburður í vegi að hausti þetta árið

Óvenjulegt er að fara í vegaframkvæmdir á þessum tíma ársins en það kemur ekki til af góðu eins og félagsmönnum er kunnugt um en „Betra er seint en aldrei“.

Framkvæmdirnar hófust mánudaginn 16. október og þeir sem komu að verkinu voru JÞ verk ehf og Faxaverk ehf. og það er óhætt að segja að allt gekk vel fyrir sig. Keyrt var í tvo vegi á C svæðinu, klárað á B svæðinu, klárað á A svæði niður við Búrfellslæk.

Heflað verður laugardagin 21. október og eru lóðarhafar beðnir um að keyra varlega þar til valtarinn mætir á mánudagsmorguninn því heflun getur skaðast ef ekki er passað upp á aksturinn.

Keyra á gráa möl og reynt eftir mætti að það verði alls staðar en þó ekki hægt að lofa því.

Þakkir til allra sem að framkvæmdunum komu þetta árið.