Veðrið í Kerhrauni um páskana 2014

Hér má sjá í mynd hvernig veðrið var páskana 2014, það er ekki laust við að margir hafi verið ansi skúffaðir yfir veðrinu enda kannski engin furða því fólk er í 5 daga fríi og búið að byggja upp væntingar um gott veður

Fyrsta myndin er af veðrinu í Kerhrauni rétt áður en páskafríið langþráða skellur á, eða kl. 16:17:58, sú næsta er tekin kl. 19:39:41 sama dag og þá eru allir í bjartsýniskasti og ætla sér stóra hluti þrátt fyrir að allir veðurfræðingar tali um hret, hret og ekkert nema hret. Síðan kemur mynd nr. 3 sem er frá 17. apríl og þá er frekar vetrarlegt um að litast í Kerhrauninu og menn farnir að efast um að veðurfræðingarnir hafi sagt annað en blákaldan sannleikann.

18. apríl á Föstudaginn langa kl. 18:23:40 er vægast sagt alveg hræðilega leiðinlegt veður og ekkert hægt að gera nema slappa af inni og mynda einangrunarplast sem fýkur um allt Kerhraunið, mynd 5 er tekin þegar enn eitt haglið reið yfir, viti menn aðeins nokkrum mínútum seinna er komið allt annað veður.

Laugardagurinn fyrir páska rann upp,  er ekki bara allt orðið hvítt, sjá mynd 6 en það er ekki þar með sagt að það verði svona veður eftir hádegi, ó nei, reyndar var komið annað hljóð í skrokkinn hjá veðurguðinum um kl. 17:00, sjá mynd nr. 7.

Páskadagur, allir búnir að finna eggin sín, veðrið er í breytingaham, sjá mynd 8, þegar leið á daginn, sjá mynd 9 virtist veðurguðinn eitthvað farinn að þreytast enda búinn að vera í ham 4 daga samfellt og kannski má vænta þess að veðrið fari að skána þegar allir eru að verða búnir í fríi.

Annar í páskum og nú eru allir farnir að hugsa um að fríið sé búið og vinna á morgun, en þá er það spurningin, hvernig er veðrið?. Það er skemmst frá því að segja að veðurguðinn er gjörsamlega búinn á því, og hefur ákveðið að hætta þessum veðraham og hvíla sig 2-3 daga og kanna málið þá…) Þetta er Ísland.

Páskar 2014 verða því ekki í hugum fólks einhvert besta tíðarfar sem hefur skollið á en nú er „Sumardagurinn fyrsti“ í næstu viku og þá verður eitthvað að fara að gerast.

 

 Mynd 1

myndurkerhrauni

Mynd 2

kvoldmynd

Mynd 3

 17

 Mynd 4

18.

 Mynd 5

184

 Mynd 6

194

 Mynd 7

seinnipartur

 Mynd 8

paskasagur

Mynd 9

kvöld20

Mynd 10

annan i paskum