Varla dauð stund í framkvæmdum – efnisöflun í tröppur

Það er nú einu sinni þannig að það er alltaf verið að í sveitinni og þar ríkir sönn framkvæmdagleði, í framhaldi af girðingarvinnunni þá var ákveðið að setja punktinn yfir iið með því að setja tröppur yfir girðinguna þar sem göngustígarnir liggja niður að læk og fólki bent á að nota þær leiðir ef það vill komast í lækinn.

Elfar, sérstakur tröppusmiður félagsins tók að sér verkið en ritarinn tók að sér að koma efninu á staðinn, þó með hjálp Harðar þar sem hún er nánast á annarri eftir hnéaðgerð.

Þau hjón renndu í hlaðið hjá Húsasmiðjunni rétt fyrir kl. 18:00 og þar beið þeirra heljarinnar pakki sem setja þurfti á kerruna og síðan var læðst upp í Kerhraunið á hraða snigilsins á annatíma föstudagsumferðarinnar og lái ég Herði ekki þó hann hafi á einhverjum tímapunkti haldið að Bensinn myndi lyfta framhjólunum.

IMG_1329

Hörður er greinilega vanur flutningsmaður, kom „ÖLLU“ heilu og höldnu á staðinn og auðvitað var Birgit ekki lengi að bjóða sig fram að losa bílinn en Elfar var greinilega ekki viðlátinn en það gerði ekkert til því eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá kann Hörður til verka.

Standa í báða fætur, vera þráðbeinn í baki, 90° horn í olbogabótinni og segja samverkakonunni að labba af stað.

IMG_1331

Þegar spýtunni er sleppt þá er farið aftur í fyrri stöðu, 90° í hnjásbótum með spýtur milli fóta sér, en aðstoðarkonan lætur ekki að stjórn en það gerir ekkert til því um leið og Hörður er teinréttur labbar Birgit af stað.

IMG_1330

En hvað sem öllu bulli líður þá stóðu þig sig öll alveg frábærlega og við hlökkum til að sjá nýju tröppurnar.

Takk fyrir framtakið.