Kerhraun

Kemur heitt vatn í Kerhraunið 2010???

Minnum á aðalfundinn miðvikudaginn 3. mars sem hefst kl. 19:30.

Mjög áríðandi er að fá góða mætingu en fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf verður sérstaklega farið yfir þann möguleika að fá heitt vatn/hitaveitu í Kerhraunið 2010.

Það er mat þeirra sem hafa farið yfir þessi mál að það sé mjög raunhæfur möguleiki ef vel er haldið á málum á næstu dögum/vikum.

Tökum því höndum saman eins og alltaf áður, mætum á fundinn til að móta framtíð Kerhraunsins.