Vætusumarið mikla í Kerhrauni árið 2018

Það eru örugglega margir sem ekki vilja muna mikið eftir sumrinu 2018 enda með eindæmum úrkomusamt og meðalhiti frá 15. júní til 15. júlí aðeins 9° sem verður að teljast frekar lélegt.  Hvað sem því líður þá erum við öll að reyna að sætta okkur við þetta ástand og tuðum öll það sama „Þetta hefur verið svo gott fyrir gróðurinn“ sem er reyndar satt ef vel er að gáð.

Tóta og Gunna tóku rúnt eftir að hafa hreinsað upp í kringum ruslagáminn leyfar af rusli sem ég vona svo sannarlega að hafi ekki verið sett þarna við gáminn af Kerhraunurum enda okkur til skammar að ganga svona um. Fólk sem sér svona lagað á að stoppa og hreinsa til þótt það sjálft eigi engan þátt í þessum subbuskap.  Allavega tuðuðum við þetta meðan við hreinsuðum upp og ákváðum síðan að fara á rúntinn og mynda það sem fyrir augu bar.

Eftirfarandi myndir eru sem sé teknar 21. júlí á gráum degi og þemað pínu „þrælabúðir“en gaman að eiga þetta í safni myndaminninganna.

 


Það er að verða flottur svipur á húsinu hjá Hákoni

Sigurbjarni hélt að hann þyrfti að grafa niður til an…….. svo langt var niður á fast


Halldór og Regína sitja sko ekki auðum höndum, selja grænmeti í Kerbúðinni að ári?


„Húsið á sléttunni“ er orðið svart sem fer því vel


Davíð er eins og Gunna, hann er byrjaður að byggja við þó hitt sé ekki búið..))


Þarna uppgötvuðum við Tóta eitt sem er æði,
Birgir er búinn að setja upp fótboltavöll og nú þarf bara að semja við hann um afnot…))


Sigurður er heldur að lengjast enda nýbygging á uppleið


Hér er allar gerðir hýbýla, sumarhús, geymsluhús og dropahús


Hér er líka verið að vinna myrkranna á milli og aldrei farið heim..))


„Villa Ævar“, stórglæsileg bygging og útsýni og tveir hundar


Tvíburaturnarnir


Elfar bara alveg hættur að sjást


Rigningin pínu búin að lemja á hlið Rekstrarvararhússins


„Sonur sæll“ býr hér


Hallur er þarna á ferðinni bak við trén en hann vill ekki láta mynda sig


Fanný og Hörður að fara í kaf í gróðri


Friðrik er í ham við að skipta um lit


Hér er stórhýsi í byggingu


Grunnurinn tekinn í júní og strax er kominn grasbali hjá Jóhannesi og fjölskyldu


Guðmundur byggingameistari með meiru á hraðri uppleið með sitt hús

Hér er „Vinnuflokkurinn Viðar“ með sitt verkefni sem er á ólöglegum hraða..)))


Steini er með raðhús í byggingu

Finnsi er á fullu í sólskálanum sem allir spyrja hvað eigi að rækta í – er það einhver spurning – vilja ekki allir vera glatt gamalmenni..)

Eflaust á margt eftir að gerast í Kerhrauni áður en sumri fer að halla og þá verður því bara hent í loftið en til að minna fólk á þá þarf að ganga vel um heimilissorpgáminn og þeir sem leigja verða að gefa fólki leiðbeiningar um hvernig henda á sorpi og hverning safna á flöskum og muna að hér eru dýr sem elska svona uppákomu.