„Útí móa“ stækkar með hverju árinu sem líður

Það hefur heldur farið stækkandi leiksvæði barnanna en eins og segir þá gerast góðir hlutir hægt. Nú hefur eitt leiktæki bæst í hópinn en það er trambólín sem vonandi kemur til með að skemmta börnunum, þó hefur heyrst að það sé svo langt að fara á leiksvæðið, en svona í alvöru, er ekki bara gott að taka göngutúr á svæðið, setjast niður og spjalla meðan börnin fá útrás..))

Viðar og Finnsi voru brasandi í þessu verkefni og trambólínið var grafið niður til að aðveldara væri að komast upp í það og síðan var moldin sem grafin var upp sléttuð úr og þökulögð, borð og stólar færðir til og má því segja með sanni að verkum á þessu svæði sé lokið í ár. Verði ykkur að góðu og skemmtið ykkur vel á „Útí móa“ en þetta nafn gaf Ási okkar fyrrverandi formaður og félagi svæðinu þegar það var tekið í notkun.

Eftir að verkinu lauk þann góða dag var haldið að sorpgámnum en 2 rúllur voru keyptar til að þekja hluta hólsins en sjálfsagt væri gott að bæta við öðrum 2 svo þetta sé nánast fullkomið. Hallur var fenginn til að sveifa rúllunni og gekk allt eins og í sögu.enda taktfastur með eindæmum.

Takk fyrir þeir sem gáfu sér tíma til að sinna þessu verkefni.