VERSLÓ 2012 – Svakalegt fjör á MINI Ólympíuleikum barna

Í Kerhrauni var einstakt veður laugardaginn 4. ágúst, sól og logn allan daginn þegar Kerhraunarar gerðu sér glaðan dag.

MINI Ólympíuleikar barna hófust kl. 14:00 en þá var mættur góður hópur barna og foreldra við vegamótin hjá Sóleyju og Gunna. Foreldrar tóku virkan þátt í leikunum, hvöttu börnin og aðstoðuðu við framkvæmdina.

Keppt var í pútti, að halda badmintonflugu á lofti, taldir húllahringir og reynt með sér í reiptogi.  Einnig voru farnar ófáar ferðir í þrautabrautinni og að endingu lauk frábærum leikum á því að foreldrar og börn fóru í létt vatnsstríð þar sem nýttar voru veglegar sprautur. Það var mikið hrópað og kallað á meðan vatnsbunurnar gengu yfir viðstadda. Sumir áttu erfitt með að hætta, því hvað er skemmtilegra en að fá að sprauta vatni á mömmu og pabba?

Hlé var gert á keppninni og allur hópurinn fékk sér góðan göngutúr um svæðið og kepptust börn og fullorðnir við að finna falda nammipoka sem búið var að koma fyrir á ótal stöðum á leiðinni. Krakkarnir hlupu á milli staða eftir fyrirfram gefnum leiðbeiningum en sökum hita heyrðist í hópi foreldra að rétt hefði verið að útbúa annan ratleik þar sem leitað væri að „köldum drykkjum“. Góð hugmynd fyrir næstu leikjastjórnendur!

MINI Ólympíuleikir barna sem hér eftir verða nefndir MINI Ólympíuleikar barna og fullorðinna tókust með eindæmum vel.

Skipuleggendur leikanna, „Garðar gleðipinni“ og „Fanný framsækna“, þakka öllum þátttakendum fyrir skemmtilegan dag ásamt Sóleyju og Gunnari fyrir afnot af lóð sinni.

Megi Versló 2012 í Kerhrauni lengi lifa í minningunni, HÚRRA, HÚRRA


Sigurvegarar Versló 2012

Framtíðar KerhraunararÞvílík fegurð

 

.
Jafnt börn sem fullorðnir hlusta á „Garðar gleðipinna“ gefa leiðbeiningar
.


.

.
.
Lagt á ráðin fyrir næstu þraut
.

.

.
„Afi Reynir“ ætlar að taka þátt næsta ár
.


.

.

.

.

.

 


.


.

 
.

 

 

Svo smáleikar fullorðinna til að vekja upp í sér barnið