Uppfærsla á deiliskipulagi Kerhraunsins

Unnið hefur verið að því að samræma deiliskipulagsskilmála Kerhraunsins með tilliti til nýsamþykkts aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps og sendi stjórn formlega beiðni til byggingar- og skipulagsfulltrúa og var beiðnin tekin fyrir á fundi í síðasta mánuði. Síðan var fjallað um beiðnina í sveitarstjórn sem samþykkti uppfærsluna á sveitarstjórnarfundi 7 maí , og ferlið eftir það er að auglýsa ásamt öðrum breytiingum og þessa auglýsingu má sjá á heimasíðu www.gogg.is .

Eftir að þessu ferli líkur þá er deiliskipulag Kerhraunsins orðið til samræmis við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps.